Fréttaveita / News feed
Þá er fyrstu Torfærukeppni sumarsins lokið, og fór hún ekki allveg eins og við höfðum vonað! Eftir þriðjubraut á laugardeginum urðum við fyrir því óláni að mótorinn sprakk, svo Thunderbolt var ekki meira ökufær þann daginn. Með ótrúlegri hjálp frá liðsmönnum okkar og vinum, var farið í það að finna nýjan mótor! Því næst var brunað með Thunderbolt í bæinn, þar sem unnið var hörðum höndum langt fram undir morgunn við að koma nýjum mótor í bílinn. Korteri fyrir keppni á sunnudeginum fór Thunderbolt í gang á ný við mikinn fögnuð! Þrátt fyrir að bílinn væri kominn í gang átti eftir að stilla hann inn og var unnið að því á milli brauta með mismiklum árangri, loks þurftum við að játa okkur sigraða þegar bílinn fór á bólakaf í næst seinustu brautinni! Við viljum þakka þeim sem komu að því að aðstoða okkur við að koma Thunderbolt aftur í keppnina á sunnudeginum sérstaklega fyrir, því það eitt og sér var mikill sigur útaf fyrir sig! Einnig viljum við þakka þeim sem hafa stutt okkur í gegnum þetta tímabil, án ykkar væri þetta ekki hægt!! Miklar endurbætur munu eiga sér stað á næstunni og leyfum við ykkur að fylgjast með!! Sjáumst hress 11.júní n.k!!
1 Comment
|
Jamil RacingHér munum við setja inn árangur og fréttir Fréttir
July 2016
Flokkar |