Fréttaveita / News feed
Þá er Egilsstaða torfærunni lokið og endaði Thunderbolt í 4.sæti! Okkur langaði að þakka ykkur öllum fyrir stuðningin og allar ómetanlegu kveðjurnar sem við höfum fengið! Eftir vel skipulagða keppni og skemmtilega ferð héldum við sæl heim, en adam var þó ekki lengi í paradís! Því þegar heim var komið kom í ljós að vélin í bílnum væri farin og því óvíst að Thunderbolt verði aftur orðin keppnishæfur í Stapafelli! En kraftaverkin gerast og eigum við frábært lið sem vinnur hörðum höndum aðþví að koma honum í stand fyrir næstu keppni og ætti það því að skýrast á næstu dögum! Endilega fylgist með okkur inná Snap Chat og við leyfum ykkur að fylgjast með!
0 Comments
Þá er fyrstu Torfærukeppni sumarsins lokið, og fór hún ekki allveg eins og við höfðum vonað! Eftir þriðjubraut á laugardeginum urðum við fyrir því óláni að mótorinn sprakk, svo Thunderbolt var ekki meira ökufær þann daginn. Með ótrúlegri hjálp frá liðsmönnum okkar og vinum, var farið í það að finna nýjan mótor! Því næst var brunað með Thunderbolt í bæinn, þar sem unnið var hörðum höndum langt fram undir morgunn við að koma nýjum mótor í bílinn. Korteri fyrir keppni á sunnudeginum fór Thunderbolt í gang á ný við mikinn fögnuð! Þrátt fyrir að bílinn væri kominn í gang átti eftir að stilla hann inn og var unnið að því á milli brauta með mismiklum árangri, loks þurftum við að játa okkur sigraða þegar bílinn fór á bólakaf í næst seinustu brautinni! Við viljum þakka þeim sem komu að því að aðstoða okkur við að koma Thunderbolt aftur í keppnina á sunnudeginum sérstaklega fyrir, því það eitt og sér var mikill sigur útaf fyrir sig! Einnig viljum við þakka þeim sem hafa stutt okkur í gegnum þetta tímabil, án ykkar væri þetta ekki hægt!! Miklar endurbætur munu eiga sér stað á næstunni og leyfum við ykkur að fylgjast með!! Sjáumst hress 11.júní n.k!! Þá hefur mikil undirbúningsvinna farið í gang, enda styttist óðum í næstu keppni. Að sjálfsögðu leyfum við ykkur að fylgjast með :-) A lot of preparatory work have started up, as it's getting closer to the next competition! Of course, we will allow you to watch :-) Atli Jamil keppti í fyrsta sinn í torfærunni á bílnum Thunderbolt og landaði þar 8 sæti, og varð þar af leiðandi 3. af íslendingunum. Við þökkum öllum þeim sem stóðu við bakið á okkur um helgina bæði úti og hérna heima!
|
Jamil RacingHér munum við setja inn árangur og fréttir Fréttir
July 2016
Flokkar |