Þá er undirbúningur á Thunderbolt hafinn fyrir næsta torfærutímabil , eftir að hafa legið í vetrardvala síðan bíllinn kom frá USA. Fyrsta keppni sumarsins verður haldin þann 13.maí n.k. á Hellu og eru menn orðnir nokkuð spenntir fyrir tímabilinu. Við ákváðum að leggjast í nokkrar mikilvægar breytingar og verður því Thunderbolt í nokkuð nýjum búning í sumar. Því sem hefur verið breytt er meðal annars:
Við munum setja inn myndir frá undirbúning hér fyrir neðan, endilega fylgist með. Sjáumst hress að Hellu!
- Spíssar ID1300cc
- Vélarafkerfi Holley 58x
- Vélartölva Holley Dominator
- Vatnsinnspýtingu Snow Performance
- Stýrsdælu PSC
- Racepack mælaborð
- Nýjar Kæliviftur ásamt því að breyta blikk plötum fyrir öndun
- Mjókka afturhásingu og skipta um legubúnað
- Ný smíðuð framhásin frá Renniverkstæði Ægist með MAN öxlum ásamt sidertrax bremsudiskum og wilwood bremsudælum
Við munum setja inn myndir frá undirbúning hér fyrir neðan, endilega fylgist með. Sjáumst hress að Hellu!